Hví 18 holur?

Hvernig endurheimt sveigjanlegs holufjölda getur tryggt framtíð golfleiksins í síbreytilegu samfélagi og harðandi samkeppni um auðlindir.

Samhliða fjölgun mannkyns, flutningi fólks á mölina úr sveitum og aukinnar kröfu um lífsgæði á fjölmennustu svæðum jarðar, sem setur æ meiri þrýsting á ábyrga auðlindanýtingu, þá hafa golfvellir vaxið að umfangi, orðið auðlindafrekari og þannig dýrari í byggingu og rekstri.

 

Undanfarna tvo áratugi hefur dregið almennt úr golfiðkun, nema helst á norðurslóðum þar sem samverkandi áhrif birtutíma, landrýmis og loftslags gera golfiðkun aðgengilegri og ódýrari en annars staðar. Á hinn bóginn má þá spyrja hvort golf í Norður-Evrópu og Kanada eigi ekki að vera talsvert vinsælla en annars staðar í heiminum, í ljósi þessara sömu þátta, og hvort íslensk golfhreyfing sé að fullnýta möguleika sína.

 

Hreyfingin á alþjóðavettvangi virðist almennt sammála um að orsök stöðnunar og jafnvel fækkunar sé tími og peningar. Flestir virðast hallast að því að tíminn vegi þyngra en kostnaður, þ.e. að sá tími, sem nú tekur að leika átján holur, henti ekki breyttum lífsmáta ungmenna og vinnandi fólks.

 

Í ljós kemur að golf hefur lengst af verið leikið á golfvöllum með sveigjanlegan holufjölda, sem tók mið af ytri aðstæðum eins og landrými, fjármunum og grasgæðum, áður en röð atburða leiddi til þess að nú er miðað við 18 holur. Ef enduruppgötvun á gleymdum gildum tryggir framtíð golfleiksins í síbreytilegu samfélagi og harðnandi samkeppni um auðlindir, þá hlýtur hún að vera einlægasti virðingarvottur sem hægt er að sýna íþróttinni.

Fáðu fréttir og tilkynningar

Submitting Form...

The server encountered an error.

Form received.

Djúpar rætur í golfsögunni

Saga holufjölda á golfvöllum

7

25

18

7

12

11

8

22

25

5

7

1764

Innleiðingu á stöðluðum holufjölda golfvalla má rekja til 4. október 1764. Það var þá, í St. Andrews, sem William St. Claire og aðrir viðstaddir ákváðu að fækka holum á gamla vellinum úr 22 í átján. Þar segir: “Viðstaddir golfherrar eru þeirrar skoðunar að það yrði til bóta fyrir golfvöllinn að fyrstu fjórum holunum verði breytt í tvær. Þeir hafa því samþykkt að framvegis skuli þær leiknar sem tvær holur á sama hátt og hann er nú merktur.”

 

Birt með góðfúslegu leyfi frá The Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews.

1457

1562

James annar, Skotlandskonungur, bannar golfiðkun, sem er sögð eiga rætur í St. Andrews aftur til upphafs 15. aldar. Fyrstu ritheimildir gefa til kynna að völlurinn hafi haft 22 holur.

Fyrstu heimildir um golf í Montrose.

Völlurinn hafði mest 25 holur.

1567

Fyrstu ritheimildir um golf í Musselburgh. 7 holur.

1672

Leith 5 holur. Tveimur bætt við síðar.

1744

6

7

7

1810

1818

Montrose 7 holur.

Bruntsfield bætir einni holu við þær fimm sem fyrir voru.

1825

1832

Royal Blackheath, elsti golfklúbbur Englands, stækkaður í sjö holur. Voru enn jafnmargar árið 1893.

1843

14

Musselburgh bætir áttundu holunni við.

1849

1851

Montrose ellefu holur.

Prestwick Golf Club stofnaður, 12 holur.

10

6

Monifieth Links, nú Panmure, bætir einni holu við þær níu holur sem fyrir voru.

1851

Kylfingar í Lanark halda keppni með að leika 6 holur þrisvar, alls 18 holur.

1851

1853

1858

Lanark bætir sjöundu holunni við og heldur mót á 21 holu.

R&A breytir reglum sínum, undir yfirskriftinni: Reglur golfleiksins eins og hann skal leikinn af R&A á eigin velli.

 

Þar segir: "Einn hringur á vellinum, eða átján holur, er álitinn jafngilda einum leik, nema annað sé tekið fram."

 

Eins og segir í titlinum, þá áttu þessar reglur aðeins að gilda um gamla völlinn í St. Andrews. Eigi að síður fylgdu fleiri í kjölfarið og miðuðu við sama holufjölda.

25-holu mót haldið á Montrose.

Einn hringur á vellinum.

1866

Mary Skotadrottning er sögð leika golf í Musselburgh. 7 holur.

Montrose 14 holur.

“Golf er dásamleg íþrótt og heilnæm afþreying í róandi og náttúrulegu umhverfi sem stunduð er af milljónum manna um allan heim. Hún þarf eigi að síður að keppa við aðrar íþróttir og frístundakosti um tíma fólks. Aukinn sveigjanleiki hvað fjölda leikinna brauta varðar getur gert fleirum kleift að leika golf reglulega. Slík nálgun við hönnun golfvalla gæti jafnframt dregið úr landþörf sem og kostnaði við gerð þeirra og viðhald. Edwin Roald færir sterk rök fyrir slíkum sveigjanleika. Hugmyndir hans eru ögrandi og verðskulda alvarlega íhugun.”

Steve Isaac

Forstöðumaður sjálfbærnisviðs

 hjá R&A, konunglega og forna golfklúbbi St. Andrews.

Stjórnvald alþjóða golfhreyfingarinnar utan Bandaríkjanna og Mexíkó.

“Hví-18-nálgunin er upplífgandi og kærkomin hugmynd sem hvetur til aukins sveigjanleika og aðlögunarhæfni við hönnun golfvalla. Hugmyndin um að landslag og aðrar auðlindir, sem í boði eru, skuli móta allar meiriháttar ákvarðanir sem teknar eru, meira að segja hversu margar holurnar verða, er kraftmikil og sannfærandi. Við dáumst að og hvetjum Edwin í viðleitni hans til að endurhugsa þætti í golfvallahönnun sem svo lengi hefur verið litið á sem sjálfsagða, sem og í leit hans að nýstárlegum lausnum sem sækja innblástur í aldagömul gildi.”

Jonathan Smith, forstjóri

Golf Environment Organization

Vegvísir

Endurheimt sveigjanlegs holufjölda framkallar fjölþættan ávinning umfram óbreytt ástand.

Nota misjafnlega stór landsvæði.

Svæði sem aðrir þurfa ekki, skemmt land o.s.frv.

Erfitt að fá land undir 18 holur í þéttbýli.

Betri staðsetning. Betra aðgengi, minni ferðatími og kostnaður.

Laða að börn og ungmenni. Íþrótta- og æskulýðsstarf.

Framtíðin.

Velsæld golfleiksins.

Betri ímynd. Rennir sterkari stoðum undir óskir til sveitarfélaga um aðstöðusköpun.

Blanda golfi saman við

aðra landnýtingarkosti,

s.s. aðra útivist.

Betra aðgengi almennings.
Sparnaður, samlegðaráhrif og samnýting innviða.

Hanna auðgengna velli

með styttri gönguvegalengd

frá flatar til næsta teigs.

Njóta og halda á lofti

lýðheilsuáhrifum

golfleiksins.

Lágmarka notkun golfbíla.

Dregur úr orkunotkun.

Leyfa náttúrunni að

ráða för og nota

innviði sem fyrir eru.

Minni jarðvinna.

Betri golfholur.

Skemmtilegra golf.

Minna fótspor.

Sveigja hjá og vernda

viðkvæm svæði.

Hanna vandamálin út,

minni verkfræði.

Sparnaður, bæði

í heild og á hverja holu.

Bjóða upp á afþreyingu

sem tekur hæfilegan tíma.

Hámarka getu golfleiksins til að vinna í þágu samfélagsins.

Lægri vallargjöld,

í heild og á hverja holu.

Betra golf fyrir minna fé.

Fækka takmarkandi

þáttum í hönnun.

Sveigjanlegur

holufjöldi, helst

milli 9 og 18.

Golf verði sjálfbært, aðgengilegra og álitlegra sem afþreyingarkostur.

Höfundur

European Institute of Golf Course Architects, EIGCA, logo in png format Logo for Golf Environment Sustainability Associate

Golfvallahönnuður og ráðgjafi með verkefni innanlands og utan, þ.á.m. í Bandaríkjunum og Rússlandi. Viðskiptavinir eru sveitarfélög, umhverfisverndarsamtök, golfsambönd, golfklúbbar og aðrir golfvallaeigendur.

 

Einn fjögurra norrænna golfvallahönnuða í efri aðildarflokki Félags evrópskra golfvallahönnuða. Situr í stjórn þess sem formaður nefndar um sjálfbæra golfvallagerð.

 

Viðurkenndur úttektaraðili GEO Certified-sjálfbærnivottunarinnar.

Full aðild - Stjórnarmaður

Formaður nefndar um sjálfbærni

Vottunar- og handleiðslukerfi GEO. Viðurkenndur úttektaraðili.

25 umhverfisvænustu

golfvallahönnuðirnir

Edwin Roald